Tannsmíđaskóli Íslands

Nám í tannsmíđi fer fram í Tannsmíđaskóla Ísland, Vatnsmýrarvegi 16 s.525-4892. Auglýsingar varđandi skólavist birtast í maí og er umsóknarfrestur til 1. júní. Međ umsókninni ţurfa ađ fylgja eftirfarandi upplýsingar:

  • Stađfest afrit af prófskírteinum.

  • Lćknisvottorđ um almennt heilsufar.

  • Vottorđ um óbrenglađ litskyggni.

  • Međmćli sem kynnu ađ skipta máli.

Inntökuskilyrđi eru ađ nemandi hafi lokiđ grunnskólaprófi og hafi jafngildi stúdentsprófs í ensku og norđurlandamáli og hafi auk ţess undirstöđuţekkingu í efnafrćđi. Námiđ tekur fjögur ár og skiptist í bóklegan og verklegan hluta. Fyrstu ţrjú árin fer kennslan fram í skólanum en síđasta áriđ fara nemendur í starfsţjálfun hjá tannsmíđaverkstćđi hérlendis eđa erlendis. Ţrír nemendur eru teknir inn ár hvert í skólann. Náminu lýkur međ sveinsprófi og fćr sá sem stenst ţađ rétt til ţess ađ kalla sig tannsmiđ.


Helstu námsgreinar

Á fyrstu önn námsins er kennd formfrćđi, međferđ efna og handverkfćra. Á nćstu ţremur önnum er kennd heilgóma-, parta-, krónu-, og brúargerđ. Á fimmtu og sjöttu önn eru unnin verkefni fyrir tannlćkna og tannlćknanema. Á síđustu tveimur önnunum fá nemendur ţjálfun á tannsmíđaverkstćđi undir handleiđslu meistara.


Námsgreinar

Bitfrćđi

Efnisfrćđi

Formfrćđi tanna

Heilgóma- og partagerđ

Krónu- og brúargerđ

Líffćrafrćđi

Munn- og andlitsgervalćkningar

Tannréttingar

Tannvernd

Öryggis- og heilsuvernd


Umsóknir um tannsmíđaskólann eru venjulega 10-20 á ári. Ţrír nemendur eru teknir í skólann árlega. Stúdentar ganga fyrir og er lögđ áhersla á enskukunnáttu og eitt norđurlandamál, auk efnafrćđi. Gott er ađ umsćkjandi hafi kynnt sér vinnu tannsmiđa, gjarnan á fleiri en einni stofu, ţví sérhćfing er töluverđ.

Engin sérstök umsóknareyđublöđ eru til stađar en sćkja ţarf um hjá skólanum fyrir 1. júní. Tekin eru viđtöl viđ umsćkjendur.

Nám getur veriđ mismunandi erfitt eđa krefjandi fyrir einstaklinga. Sá sem ćtlar ađ lćra tannsmíđi ţarf ađ vera verklagin og geta séđ fyrir sér ýmsar lausnir. Samkvćmt samtölum viđ starfandi tannsmiđi skiptir ástundun og áhugi á faginu miklu máli.

 

 

Samskipti

Tannsmíđafélag Íslands
Borgartúni 35
105 Reykjavík
sími: 591 0100
fax: 591 0101

ti@si.is


 
 

 
ţetta vefsvćđi byggir á eplica. eplica vefsvćđivefsvćđi - nánari upplýsingar á heimasíđu eplica.